Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

198 | Opinber stuðningur við vísindarannsóknir (sameining og skipulag sjóða, markáætlun o.fl.)

141. þing | 5.10.2012 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að efla vísindarannsóknir og vísindamenntun á Íslandi og veita markáætlun á sviði vísinda og tækni lagastoð.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að Rannsóknasjóður og Rannsóknarnámssjóður verði sameinaðir.
Að heiti Tækjasjóðs verði breytt í Innviðasjóð, hlutverk hans útvíkkað og fagráði Innviðasjóðs komið á fót.
Að formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs verði ekki jafnframt formaður stjórnar Rannsóknasjóðs.
Ætlunin er að tryggja meiri samfellu milli þeirra sjóða sem styrkja vísindarannsóknir.
Birta skal í opnu aðgengi niðurstöður rannsókna sem fengið hafa styrki úr samkeppnissjóðum.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Í frumvarpinu er mælt fyrir um breytingar á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003.

Kostnaður og tekjur:

Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Byggt á styrkum stoðum: stefna Vísinda- og tækniráðs 2010 til 2012. (2009) Reykjavík: Forsætisráðuneytið, Vísinda- og tækniráð.

Umsagnir (helstu atriði):

Í umsögnum sem bárust voru gerðar tillögur um ýmsar efnis- og orðalagsbreytingar. Meðal annars var vakin athygli á því að slæmt væri að meina vísindafólki að birta niðurstöður styrktra rannsókna í ritum sem ekki væru í opnum aðgangi.

Afgreiðsla: Allsherjar- og menntamálanefnd lagði fram nefndarálit og breytingartillögu á þingskjali 757. Þar er lagt til að Markáætlun nái einnig til nýsköpunar. Breytingartillagan var samþykkt og frumvarpið svo breytt.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Mennta- og menningarmál: Menntamál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 201 | 5.10.2012
Flutningsmenn: Katrín Jakobsdóttir
Þingskjal 757 | 18.12.2012
Þingskjal 805 | 22.12.2012
Þingskjal 808 | 20.12.2012

Umsagnir