Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið:
Að lögfesta rétt þeirra kjósenda sem lagaákvæðin ná til til að ákveða sjálfir hver aðstoði þá við atkvæðagreiðslu í kosningum.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingin nær einungis til kjósenda sem ekki eru færir um að árita kjörseðla á fyrirskipaðan hátt og undirrita fylgibréf sakir sjónleysis eða þess að þeim er hönd ónothæf.
Fulltrúi kjósanda í kjörklefa verður bundinn þagnarheiti á sama hátt og kjörstjórnarmaður og kjörstjóri. Heitið verður staðfest formlega og um aðstoðina verður bókað í kjörbók.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Lög um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.
Lög um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998.
Kostnaður og tekjur:
Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Löggjöf á Norðurlöndunum
Danmörk
Bekendtgørelse af lov om valg til Folketinget, LBK nr 107 af 08/02/2011,
sjá kafla 7, grein 49.
Bekendtgørelse af lov om kommunale og regionale valg, LBK nr 105 af 08/02/2011,
sjá kafla 5, grein 55.
Umsagnir (helstu atriði):
Flestar umsagnir um frumvarpið voru jákvæðar.
Afgreiðsla:
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd lagði fram nefndarálit með breytingartillögu á þingskjali 238. Lagðar voru til breytingar þess efnis að fulltrúi geti einungis aðstoðað einn kjósanda við kosningar. Ef um samhliða kosningar er að ræða, alþingiskosningar og þjóðaratkvæðagreiðslu sem dæmi, þá geti fulltrúinn aðstoðað sama kjósanda við þær. Enn fremur lagði nefndin til að það varði refsingu að aðstoða fleiri en einn kjósanda og að fulltrúi kjósandans verði að gera grein fyrir sér á kjörstað eins og kjósandinn sjálfur. Breytingartillagan var samþykkt og varð frumvarpið að lögum með áorðnum breytingum.
Efnisflokkar: Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Alþingi | Samfélagsmál: Félagsmál | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Stjórnkerfi og stjórnarskipunarmál | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál