Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

173 | Lögreglulög (fækkun umdæma o.fl.)

141. þing | 25.9.2012 | Lagafrumvarp

Umsagnir: 20 | Þingskjöl: 1 | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (2.11.2012)

Samantekt

Markmið:

Í frumvarpinu eru lagðar til skipulagsbreytingar á lögreglunni í landinu. Markmið breytinganna er að gera lögreglunni kleift að sinna lögbundnum skyldum sínum þrátt fyrir niðurskurð og fyrirsjáanlegt aðhald í ríkisfjármálum á næstu árum.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að lögregluumdæmi verði 8 í stað 15 og gert ráð fyrir aðskilnaði á embættum lögreglustjóra og sýslumanna. Lagt er til að ráðherra verði heimilt að fela sýslumönnum að fara með daglega lögreglustjórn í umboði lögreglustjóra á tilteknum svæðum með tilliti til sérstakra aðstæðna. Einnig er lagt til að skýrt verði kveðið á um hvaða aðili innan lögreglukerfisins annist bakgrunnsskoðanir og útgáfu öryggisvottana. Gert er ráð fyrir að í samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga sitji lögreglustjóri viðkomandi lögregluumdæmis og sveitarstjórar þeirra sveitarfélaga sem eru í umdæminu eða á því svæði þar sem nefndin starfar.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Lögreglulög nr. 90/1996.

Frumvarpið er lagt fram samhliða frumvarpi til laga um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði.
Á 138. löggjafarþingi lagði Gunnar Bragi Sveinsson fram skriflega fyrirspurn 11.11.2009 (184. mál) til dómsmála- og mannréttindaráðherra um sparnað af breytingum á héraðsdómstólum, sýslumannsembættum og lögreglu. Á 133. löggjafarþingi lagði Björn Ingi Hrafnson fram skriflega fyrirspurn 07.11.2006 (325. mál) til dómsmálaráðherra um sameiningu lögregluembætta á höfuðborgarsvæðinu.

Kostnaður og tekjur:

Ekki er unnt að meta fjárhagsleg áhrif af lögfestingu frumvarpsins.

Aðrar upplýsingar:

Sameining lögregluembætta: greinargerð starfshóps dómsmálaráðherra (2009). Reykjavík: Dómsmálaráðuneytið.
Skilgreining á grunnþjónustu lögreglunnar (2009). Reykjavík: Ríkislögreglustjórinn.
Mat á breytingum á nýskipan lögreglu: áfangaskýrsla til dóms- og kirkjumálaráðherra (2008). Reykjavík: Dóms- og kirkjumálaráðuneytið.
Löggæsluáætlun 2007-2011 (2007). Reykjavík: Dóms- og kirkjumálaráðuneytið.

Lög á Norðurlöndum

Noregur
Lov om politiet (politiloven). LOV 1995-08-04 nr 53.

Danmörk
Lov om politiets virksomhed. LOV nr 444 af 09/06/2004.

Svíþjóð
Polislag (1984:387).

Finnland
Polislag 7.4.1995/493.

Umsagnir (helstu atriði):

Margar og ítarlegar umsagnir bárust. Sumir umsagnaraðila studdu þá breytingu að stjórnun lögreglu og ákæruvalds sé skilin frá embættum sýslumanna, en aðrir voru því ósammála og töldu breytinguna óhagkvæma. Bent var á að veita verði nægilegu fé til lögregluembætta samhliða fækkun þeirra. Lýst var áhyggjum af því að sú meginregla væri felld út að brot skuli rannsaka í því umdæmi sem þau eru framin. Lagt var til að lögreglumenn enduheimti verkfallsrétt. Gerðar voru athugasemdir við hæfisskilyrði í 7. og 8. gr. frumvarpsins.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Stjórnkerfi og stjórnarskipunarmál

Þingskjöl

Þingskjal 174 | 25.9.2012
Flutningsmenn: Ögmundur Jónasson

Umsagnir

Innanríkisráðuneytið (samantekt) (ýmis gögn)
Landssamband lögreglumanna (viðbótarumsögn) (umsögn)
Persónuvernd (afrit af bréfi sem sent var til innanríkisrn.) (umsögn)