Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 13 | Þingskjöl: 1 | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (2.11.2012)
Markmið:
Heildarendurskoðun laga um framkvæmdarvald ríkisins í héraði.
Helstu breytingar og nýjungar:
Lagt er til að sýslumannsembættin í landinu verði átta í stað 24. Stjórnsýsluumdæmin verði Vesturland, Vestfirðir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland, Suðurland, Suðurnes og höfuðborgarsvæðið. Samhliða frumvarpinu er lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum. Í því frumvarpi er lagt til að löggæsla verði skilin frá starfsemi sýslumanna og stofnuð sex ný sjálfstæð lögregluembætti, sem verða því átta alls.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Verði frumvarpið að lögum falla úr gildi lög um framkvæmdarvald ríkisins í héraði nr. 92/1989.
Kostnaður og tekjur:
Ekki er unnt að meta fjárhagsleg áhrif af lögfestingu frumvarpsins.
Umsagnir (helstu atriði):
Í umsögnum var varað við að flytja þjónustu hins opinbera fjær þeim sem eiga að njóta hennar en aðskilnaði milli verkefna sýslumanna annars vegar og lögreglustjórnar hins vegar var fagnað. Bent var á að ráðherra væri falið of mikið vald með heimild til að ákveða að tilteknu embætti sýslumanns verði falin verkefni sem annars ættu undir önnur embætti sýslumanna.
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Byggðamál | Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Stjórnkerfi og stjórnarskipunarmál