Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið:
Lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og lögfesting valfrjálsra bókana frá 25. maí 2000, um sölu á börnum, barnavændi og barnaklám og þátttöku barna í vopnuðum átökum.
Helstu breytingar og nýjungar:
Börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar á málum sem þau varða miðað við aldur þeirra og þroska.
Fangar sem eru undir 18 ára aldri skulu vistaðir á heimili á vegum barnaverndaryfirvalda.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.
Lög um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992.
Lög um fullnustu refsinga nr. 49/2005.
Kostnaður og tekjur:
Kemur ekki fram í frumvarpi.
Aðrar upplýsingar:
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Vefur um réttindi barna fyrir börn, unglinga og fullorðna.
Umsagnir (helstu atriði):
Frumvarpinu var fagnað af öllum umsagnaraðilum. Meðal þess sem bent var á var að breyta þyrfti lögum um fullnustu refsinga til að fullnægja kröfum sáttmálans um að ungir fangar séu aðskildir frá fullorðnum föngum. Einnig voru lagðar til breytingar á ákvæði um vistun fanga undir 18 ára aldri á heimilum á vegum barnaverndaryfirvalda. Barnaverndarstofa bendir á að hún þurfi meira fé til að geta tekist á við ný verkefni. Samband íslenskra sveitarfélaga leggur til breytingar á ákvæðum sem varða fötluð börn.
Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Samfélagsmál: Félagsmál