Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið:
Að veita fjármálaráðherra almennar heimildir til þess að selja eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum að ákveðnu marki.
Helstu breytingar og nýjungar:
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að Bankasýsla ríkisins annist sölumeðferð eignarhluta fyrir hönd ríkisins í samræmi við ákvörðun ráðherra. Þegar tilboð í eignarhlut liggja fyrir er gert ráð fyrir að stofnunin skili fjármálaráðherra rökstuddu mati á þeim. Í framhaldi af því taki ráðherra ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða því hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutans.
Kostnaður og tekjur:
Gert er ráð fyrir að eignasala skili tekjum en óvíst er hverjar þær verða.
Aðrar upplýsingar:
Lög um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl. nr. 125/2008 (Neyðarlögin).
Lög um Bankasýslu ríkisins nr. 88/2009.
Eigendastefna ríkisins 2009. Fjármálafyrirtæki (2009). Reykjavík: Fjármálaráðuneytið.
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) samþykkir ríkisaðstoð til björgunar smærri sparisjóða á Íslandi - PR(10)35 (2010). EFTA Surveillance Authority.
Ríkisbúskapurinn 2012-2015. Skýrsla um áætlun í ríkisfjármálum (2011). Reykjavík: Fjármálaráðuneytið (sjá bls. 18-20).
Framtíðarstefna Bankasýslu ríkisins (2012). Reykjavík: Bankasýsla ríkisins.
Bankasýsla ríkisins.
Sala ríkisins á eignarhlutum í fyrirtækjum og sala fjármálafyrirtækja í eigu ríkisins á eignarhlutm í fyrirtækjum (2012). Reykjavík: Fjármálaráðuneytið.
Umsagnir (helstu atriði): Fáar umsagnir bárust en ástæða er til að vekja athygli á umsögn Bankasýslu ríksins.
Afgreiðsla: Samþykkt með þeim breytingum að aðkoma Bankasýslu ríkisins og Seðlabankans varðandi söluferlið var aukin.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Atvinnuvegir: Viðskipti