Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið:
Að innleiða í íslenskan rétt ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins, 2008/122/EB, frá 14. janúar 2009, um neytendavernd að því er varðar tiltekna þætti skiptileigusamninga, samninga um orlofskosti til langs tíma, endursölu- og skiptasamninga.
Helstu breytingar og nýjungar:
Með tilskipuninni er neytendavernd aukin og neytendur njóta rýmri réttar til að falla frá samningi. Tilskipunin kveður einnig á um fulla samræmingu reglna á Evrópska efnahagssvæðinu. Það þýðir að einstök ríki geta ekki sett reglur sem ganga lengra eða skemur en segir í tilskipuninni. Neytendur jafnt sem seljendur geta gengið að því vísu að reglur landanna séu að öllu leyti þær sömu.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Verði frumvarpið að lögum falla úr gildi lög um gerð samninga um hlutdeild í afnotarétti orlofshúsnæðis, nr. 23/1997.
Kostnaður og tekjur:
Gert er ráð fyrir að kynningarkostnaður geti numið allt að 1 milljón kr.
Aðrar upplýsingar:
Löggjöf á Norðurlöndunum
Danmörk
Lov om forbrugeraftaler om brugsret til logi på timesharebasis, længerevarende ferieprodukter m.v. Lov nr 102 af 15/02/2011.
Svíþjóð
Lag (2011:914) om konsumentskydd vid avtal om tidsdelat boende eller långfristig semesterprodukt.
Finnland
Konsumentskyddslag 20.1.1978/38 (sjá 10. kap.).
Noregur
Lov om avtaler om deltidsbruksrett og langtidsferieprodukter mv. LOV 2012-05-25 nr. 27.
Nánari upplýsingar um innleiðingu tilskipunar 2008/122/EB í Noregi hér.
Umsagnir (helstu atriði):
Tvær umsagnir bárust. Í annarri þeirra voru lagðar til orðalagsbreytingar og gerðar tillögur um viðbótarákvæði.
Afgreiðsla: Frumvarpið var afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Samfélagsmál: Félagsmál | Atvinnuvegir: Viðskipti