Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

138 | Vegagerðin, framkvæmdastofnun samgöngumála

141. þing | 20.9.2012 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Með frumvarpinu er lögð til heildarendurskoðun á skipulagi samgöngustofnana.

Helstu breytingar og nýjungar:

Settar verði á fót tvær stofnanir: Annars vegar framkvæmdastofnun, Vegagerðin, og hins vegar stjórnsýslustofnun, Farsýslan. Stofnanirnar verða reistar á grunni núverandi samgöngustofnana, þ.e. Siglingastofnunar Íslands, Flugmálastjórnar Íslands, Umferðarstofu og Vegagerðarinnar.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Frá 1. janúar 2013 falla úr gildi ákvæði 3. málsl. 4. gr. og 5. gr. vegalaga, nr. 80/2007.

 

Kostnaður og tekjur:

Verði frumvarpið óbreytt að lögum miðast mat innanríkisráðuneytisins við að útgjöld ríkissjóðs geti lækkað um samtals 160 milljónir kr. vegna samlegðaráhrifa í rekstri við sameiningu Flugmálastjórnar, Siglingastofnunar, Vegagerðarinnar og Umferðarstofu í tvær stofnanir.

Aðrar upplýsingar:

Samgönguframkvæmdir. Stjórnsýsluúttekt. (2008)
Reykjavík: Ríkisendurskoðun.
Framtíðarskipan stofnana samgöngumála: greining og valkostir. Skýrsla nefndar samgönguráðherra. (2009) Reykjavík: Samgönguráðuneytið.
Sameining í ríkisrekstri – 4. Innanríkisráðuneyti. (2011) Reykjavík: Ríkisendurskoðun.

Vegagerðin

Vegalög nr. 80/2007.
Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
Lög um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum nr. 72/2002.

Afgreiðsla:

Meiri hluti umhverfis- og samgöngunefndar lagði fram sameiginlegt nefndarálit um frumvarp til laga um Farsýsluna og frumvarp til laga um Vegagerðina. Lagt var til að frumvörpin verði samþykkt með lítilsháttar breytingum og að þau taki gildi 1. júlí 2013 í stað 1. janúar 2013. Frumvarpið var samþykkt svo breytt.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Samgöngumál: Samgöngur

Þingskjöl

Þingskjal 138 | 20.9.2012
Flutningsmenn: Ögmundur Jónasson
Þingskjal 252 | 16.10.2012
Nefndarálit    
Þingskjal 488 | 13.11.2012
Þingskjal 522 | 19.11.2012