Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið:
Að jafna stöðu lífsskoðunarfélaga og skráðra trúfélaga og tryggja jafnrétti foreldra barns við ákvörðun um hvaða skráða trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi barn skuli tilheyra.
Helstu breytingar og nýjungar:
Heimilt verður að skrá lífsskoðunarfélög líkt og trúfélög að ákveðnum skilyrðum uppfylltum og öðlast félagið þannig sömu réttindi og skyldur og skráð trúfélög.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Lög um skráð trúfélög nr. 108/1999.
Lagðar eru til breytingar á öðrum lögum. Mestar breytingar verða á lögum um sóknargjöld o.fl. nr. 91/1987, hjúskaparlögum nr. 31/1993 og lögum um þjóðskrá og almannaskráningu nr. 54/1962.
Kostnaður og tekjur:
Gert er ráð fyrir að einstaklingum sem ríkissjóður greiðir sóknargjöld fyrir fjölgi. Fjárlagaskrifstofa gerir ráð fyrir að brugðist verði við því með því að lækka á móti einingarverð sóknargjalda fyrir hvern einstakling. Reiknað er með að sá kostnaður sem til fellur vegna breytinga tölvukerfa hjá Þjóðskrá Íslands verði óverulegur.
Aðrar upplýsingar:
Hjalti Hugason (2011). Endurskoðun á trúmálakafla [Tillaga til Stjórnlagaráðs um niðurfellingu VI. kafla stjórnarskrár og sameiningu 62.-64. gr.].
Lög um mannréttindasáttmála Evrópu nr. 62/1994.
Löggjöf á Norðurlöndum
Danmörk
Bekendtgørelse af lov om medlemskab af folkekirken, kirkelig betjening og sognebåndsløsning LBK nr 622 af 19/06/2012.
Noregur
Lov om trudomssamfunn og ymist anna LOV-1969-06-13-25.
Lov om tilskott til livssynssamfunn LOV-1981-06-12-64.
Svíþjóð
Lag (1998:1593) om trossamfund.
Lag (1999:291) om avgift till registrerat trossamfund.
Finnland
Religionsfrihetslag 6.6.2003/453.
Lag om trossamfundens medlemsregister 21.8.1998/614.
Umsagnir (helstu atriði):
Nokkrir umsagnaraðila töldu þörf á skýrari skilgreiningu á trú- og lífsskoðunarfélagi en öðrum þóttu þær breytingar sem gerðar hafa verið á frumvarpinu frá 140. löggjafarþingi jákvæðar. Nokkrir töldu frumvarpið grafa undan grundvelli kristinna trúfélaga. Einn umsagnaraðili benti á að æskilegra væri að börn stæðu utan trú- eða lífsskoðunarfélaga þar til forráðamaður skráði þau. Bent var á að æskilegt væri að barn gæti tekið ákvörðun um inngöngu í eða úrsögn úr trú- eða lífsskoðunarfélagi við 14 ára aldur.
Afgreiðsla: Frumvarpið varð óbreytt að lögum.
Fjölmiðlaumfjöllun:
Bjarni Randver Sigurvinsson og Pétur Pétursson. Um frumvarp til laga um trúfélög og lífsskoðunarfélög. Fréttablaðið 12.11.2012.
Breytingar á lögum um trúfélög. Rúv.is 23.1.2012.
Ingi Freyr Vilhjálmsson [kjallari]. Hugsanafrelsi barna í lög. DV 8.2.2012.
Sóknargjöld lækka með samþykkt. Mbl.is 13.2.2012.
Pawel Bartoszek. Leyfið börnunum að koma sjálfkrafa til mín. Fréttablaðið 13.4.2012.
Foreldrar skrái börn sín í trúfélög en ekki ríkið [fréttaskýring]. Morgunblaðið 27.4.2012.
Breyti trúfélagslögum í átt til jafnréttis [fréttaskýring]. Morgunblaðið 3.5.2012.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Lög og réttur: Persónuleg réttindi | Hagstjórn: Skattar og tollar | Trúmál og kirkja: Trúfélög og trúarbrögð | Trúmál og kirkja: Þjóðkirkjan