Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

131 | Rannsókn samgönguslysa

141. þing | 19.9.2012 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir og ná fram hagræðingu við rannsóknir á samgönguslysum.

Helstu breytingar og nýjungar:

Núverandi rannsóknarnefndir flugslysa, umferðarslysa og sjóslysa verða sameinaðar í eina fimm manna rannsóknarnefnd. Innleiddar verða kröfur Alþjóðaflugmálastofnunarinnar í viðauka 13 við Chicago-samninginn, um borgaralegt almenningsflug, auk tilskipunar ráðsins 94/56/EB, um setningu grundvallarreglna við rannsóknir á slysum og óhöppum í almenningsflugi. Í ákvæðum er varða rannsóknir sjóslysa og sjóatvika er leitast við að innleiða í frekari mæli en áður alþjóðlegan kóða um rannsóknir sjóslysa og alvarlegra sjóatvika sem samþykktur var á þingi Alþjóðasiglingastofnunarinnar árið 2008.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Lög um rannsókn sjóslysa nr. 68/2000.
Lög um rannsókn flugslysa nr. 35/2004.
Lög um rannsóknarnefnd umferðarslysa nr. 24/2005.

Kostnaður og tekjur:

Í umsögn fjárlagaskrifstofu fjármála- og efnahagsráðuneytisins segir meðal annars að gera megi ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs vegna rannsóknarnefndanna muni aukast um allt að 6 milljónir kr. á ári frá forsendum fjárlaga fyrir árið 2012.

Umsagnir (helstu atriði):

Umsagnaraðilar lýstu sig meðal annars mótfallna því að rannsóknarnefndir sjóslysa, flugslysa og umferðarslysa yrðu sameinaðar í eina nefnd. Bent var á þann möguleika að sameina rekstur nefndanna þannig að t.d. húsnæði og skrifstofuhald yrði sameiginlegt. Einnig var áhyggjum lýst af því að í frumvarpinu sé ekki gengið nægilega úr skugga um að gögn rannsóknarnefndar samgönguslysa verði ekki meðal málsgagna í einkamálum.

Afgreiðsla: Frumvarpið varð að lögum frá Alþingi með orðalagsbreytingu og breytingu á gildistöku. Lögin taka gildi 1. júní 2013.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Samgöngumál: Samgöngur

Þingskjöl

Þingskjal 131 | 19.9.2012
Flutningsmenn: Ögmundur Jónasson
Þingskjal 711 | 12.12.2012
Þingskjal 930 | 28.1.2013
Þingskjal 960 | 31.1.2013
Nefndarálit    
Þingskjal 985 | 11.2.2013
Flutningsmenn: Ólafur Þór Gunnarsson
Þingskjal 1055 | 21.2.2013

Umsagnir