Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

130 | Almenn hegningarlög (mútubrot)

141. þing | 20.9.2012 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 1 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að breyta ákvæðum sem varða mútubrot í tilefni af fyrirhugaðri viðbótarbókun við samning Evrópuráðsins á sviði refsiréttar um spillingu.

Helstu breytingar og nýjungar:

Alþingismenn verði nú sérstaklega tilgreindir í ákvæði almennra hegningarlaga um mútugreiðslur auk þess sem lagt er til að gerðarmenn í gerðardómi falli undir gildissvið ákvæðisins.
Refsiábyrgð um mútugreiðslur og mútuþágu erlendra opinberra starfsmanna taki jafnframt til erlendra gerðarmanna, erlendra kviðdómenda og manna sem eiga sæti á erlendum fulltrúaþingum sem hafa stjórnsýslu með höndum.
Refsihámark fyrir brot um mútugreiðslur hækki í fjögur ár. Stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja, sem eru að hluta eða í heild í opinberri eigu, verði felldir undir grein almennra hegningarlaga sem mælir fyrir um mútubrot í almennri atvinnustarfsemi.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Almenn hegningalög nr. 19/1940.

Kostnaður og tekjur:

Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Additional Protocol to the Criminal Law Convention on Corruption. Strasbourg, 15.5.2003.
Third Evaluation Round : Evaluation Report on Iceland Adopted by GRECO at its 37th Plenary Meeting (Strasbourg, 31 March-4 April 2008).
Iceland - OECD Anti-Bribery Convention.

Umsagnir (helstu atriði):

Ein umsögn barst þar sem lýst var yfir stuðningi við efni frumvarpsins.

Afgreiðsla: Frumvarpið varð að lögum óbreytt.

Efnisflokkar: Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Alþingi  |  Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 130 | 20.9.2012
Flutningsmenn: Ögmundur Jónasson
Þingskjal 663 | 5.12.2012
Nefndarálit    
Þingskjal 934 | 24.1.2013

Umsagnir