Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

128 | Skipan ferðamála (stjórnsýsla og aukið öryggi ferðamanna)

141. þing | 20.9.2012 | Lagafrumvarp

Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 1 | Staða: Í nefnd

Samantekt

Markmið:

Að auka fagmennsku og öryggi í innlendri ferðaþjónustu.

Helstu breytingar og nýjungar:

Bætt er við verkefnum hjá Ferðamálastofu sem m.a. er ætlað að hafa markaðs- og kynningarmál innan lands á sínum vegum og fara með vörslu og rekstur framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Einnig er lagt til að aðilar í ferðaþjónustu fái rekstrarleyfi til 5 ára í stað ótímabundins leyfis og að þeir sem skipuleggja ferðir innan lands verði að hafa öryggisáætlun. Lagt er til að Ferðamálaráð verði lagt niður í núverandi mynd en þess í stað verði settur á stofn sérstakur samráðsvettvangur ferðamála. Loks er lögð til veruleg hækkun leyfisgjalda en þau hafa ekki hækkað frá 2005.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Lög um skipan ferðamála nr. 73/2005.
Lög nr. 75/2011, um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
 

Kostnaður og tekjur:

Áætlað er að tekjur ríkissjóðs aukist um 8 milljónir kr. á ári.

Aðrar upplýsingar:

Ferðamálaáætlun 2011-2020.

Umsagnir (helstu atriði):

Athugasemdir umsagnaraðila eru af ýmsum toga. Rætt er um of miklar kvaðir á áhugamannafélög, óljós ákvæði um öryggisreglur og skort á úrræðum til að takmarka athafnir þeirra sem ekki fara að lögum og reglum.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Ferðaþjónusta  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Stjórnkerfi og stjórnarskipunarmál

Þingskjöl

Þingskjal 128 | 20.9.2012

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 9.10.2012
Ferðamálastofa (viðbótarumsögn) (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 19.12.2012
Fjallavinir (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 10.10.2012
Reykjavíkurborg (umsögn)