Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

111 | Íþróttalög (lyfjaeftirlit)

141. þing | 14.9.2012 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Markmið frumvarpsins er að efla lyfjaeftirlit og lögfesta alþjóðaskuldbindingar ríkisins á sviði lyfjaeftirlits í íþróttum.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að ráðherra geti falið þar til bærum aðila framkvæmd lyfjaeftirlits í íþróttum með þjónustusamningi sem uppfylli tiltekin skilyrði til allt að fimm ára í senn. Kveðið er á um heimild ráðherra til að setja gjaldskrá vegna lyfjaeftirlitsins og annarrar þjónustu sem veitt er á grundvelli samnings um framkvæmd lyfjaeftirlits.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Íþróttalög nr. 64/1998.

Kostnaður og tekjur:

Ekki er talið að samþykkt frumvarpsins hafi í för með sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

WADA
ÍSÍ - Alþjóðalyfjareglurnar
Anti-Doping Convention
Evrópusamningur gegn misnotkun lyfja í íþróttum C 6/1991.
Auglýsing um viðbótarbókun við samning gegn misnotkun lyfja í íþróttum C 20/2004.

Umsagnir (helstu atriði):

Í þeim umsögnum sem bárust var einkum lögð áhersla á að tryggja yrði fé til lyfjaeftirlitsins.

Afgreiðsla:

Allsherjar- og menntamálanefnd lagði fram nefndarálit með breytingartillögu þar sem lagt er til að gildistöku laganna verði frestað til 1. mars 2013, auk breytinga sem miða að því að fé til eftirlitsins sé tryggt. Breytingartillagan var samþykkt og varð frumvarpið að lögum svo breytt.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál  |  Mennta- og menningarmál: Íþróttir og æskulýðsmál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit

Þingskjöl

Þingskjal 111 | 14.9.2012
Flutningsmenn: Katrín Jakobsdóttir
Þingskjal 441 | 6.11.2012
Þingskjal 519 | 22.11.2012
Þingskjal 591 | 29.11.2012

Umsagnir