Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið:
Að efla starfsemi og samvinnu bókasafna þannig að þau geti sem best gegnt því hlutverki að vera þekkingarveitur og fræðslustofnanir sem halda uppi virkri og fjölþættri upplýsingaþjónustu á sem flestum sviðum og tryggja jafnframt varðveislu þess menningararfs sem bókasöfn hafa að geyma.
Helstu breytingar og nýjungar:
Taldar eru upp allar tegundir bókasafna sem rekin eru fyrir opinbert fé og kveðið á um samstarf þeirra og samvinnu og að þau séu hluti af bókasafnakerfi landsins. Lög um Blindrabókasafn Íslands eru felld inn í þessi lög og öll ákvæði um starfsemi þess einfölduð.
Lagt er til að stofnað verði bókasafnaráð sem skuli vera ráðherra og stjórnvöldum til ráðgjafar og stofnaður bókasafnasjóður sem hafi það að markmiði að efla starfsemi bókasafna með því að styrkja rannsóknir og þróunar- og samstarfsverkefni í greininni.
Gert er ráð fyrir skýrum heimildum til gjaldtöku vegna útlána, þjónustu, dagsekta og bóta og eru heimildir allra bókasafna sem lögin ná til samræmdar hvað það varðar.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Verði frumvarp þetta að lögum falla úr gildi lög um almenningsbókasöfn nr. 36/1997 og lög um Blindrabókasafn Íslands nr. 35/1982.
Einnig eru lagðar til breytingar á 8. gr. laga um Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, nr. 142/2011.
Kostnaður og tekjur:
Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Löggjöf á Norðurlöndunum
Danmörk:
Bekendtgørelse af lov om biblioteksvirksomhed LBK nr 914 af 20/08/2008.
Noregur:
Lov om folkebibliotek [folkebibliotekloven] LOV-1985-12-20-108.
Lov om bibliotekvederlag LOV-1987-05-29-23.
Lov om avleveringsplikt for allment tilgjengelege dokument [pliktavleveringslova]. LOV-1989-06-09-32.
Finnland:
Bibliotekslag 4.12.1998/904.
Svíþjóð:
Bibliotekslag (1996:1596).
Umsagnir (helstu atriði):
Tvær umsagnir bárust þar sem gerðar voru nokkuð ítarlegar athugasemdir og breytingartillögur.
Afgreiðsla: Allsherjar- og menntamálanefnd lagði fram nefndarálit með breytingartillögu á þingskjali 648. Þær breytingar sem lagðar voru til voru lagatæknilegs eðlis og voru þær samþykktar. Frumvarpið varð að lögum með áorðnum breytingum.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Mennta- og menningarmál: Menntamál | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál