Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 10 | Þingskjöl: 1 | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (11.10.2012)
Markmið:
Að breyta lögunum með hliðsjón af reynslu við framkvæmd þeirra og með tilliti til athugasemda eftirlitsaðila.
Helstu breytingar og nýjungar:
Helstu breytingar snerta vernd fjár á fjárvörslureikningum, orðalag í innheimtuviðvörunum, hækkun starfsábyrgðartryggingar og flutning eftirlits með innheimtu opinberra aðila frá Fjármálaeftirliti til Neytendastofu.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Innheimtulög nr. 95/2008.
Kostnaður og tekjur:
Hefur lítil áhrif á útgjöld ríkissjóðs og rúmast væntanlega innan fjárheimilda.
Umsagnir (helstu atriði):
Umsagnir eru almennt jákvæðar og með minni háttar athugasemdum. Neytendasamtökin telja nokkrar breytingar nauðsynlegar til að tryggja betur hag neytenda og Neytendastofa, sem á að hafa eftirlit með innheimtuaðilum, telur frumvarpið ekki nægilega skýrt varðandi nokkur atriði. Auk þess mótmælir hún kostnaðarmati ráðuneytisins.
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Fjölmiðlaumfjöllun:
Happafengur fyrir óheiðarlega. RÍkisútvarpið 22.10.2012.
Bráðnauðsynleg réttarvernd. Ríkisútvarpið 23.10.2012.
Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Viðskipti